Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 09:25 Sprengingar hafa heyrst í bænum í morgun. Vísir/AFP Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar. Mið-Austurlönd Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira