Enski boltinn

Pirlo gæti verið á leið til New York

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ítalski miðjumaðurinn Andrea Pirlo er mögulega á leið frá Ítalíu í fyrsta sinn á sínum glæsta ferli en hann hefur samkvæmt bandarískum fjölmiðlum átt í viðræðum við New York City FC.

Verði af félagaskiptunum verður hann samherji Frank Lampard hjá félaginu en sögusagnir fóru á fullt þegar sást til Pirlo á leik með hafnaboltaliðinu New York Yankees.

Samkvæmt heimildum NBC Sports þá hafa forráðamenn NYC FC haft áhuga á starfskröftum Pirlo svo mánuðum skiptir en að enn sé langt í land í viðræðum.

Forráðamenn liðsins vilja semja við Pirlo fyrr en síðar og fá hann til félagsins fyrir leik liðsins gegn Montreal Impact þann 13. júlí. Það verður að öllum líkindum fyrsti leikur Lampard með NYC FC.

Pirlo á þó eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus þar sem hann hefur orðið fjóra meistaratitla í röð og fór svo með liðinu alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×