Davíð Þór: Kom á óvart hversu góðir þeir eru í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2015 11:30 Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/andri marinó „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki komnir áfram þrátt fyrir að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn SJK í Evrópudeildinni í kvöld. FH vann fyrri leikinn gegn finnska liðinu, 1-0, á útivelli og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15. „Við sáum úti að þetta er gott lið og við þurfum að eiga góðan leik til að fara áfram. Þetta er vel spilandi lið, það er góð hreyfing á því og allir leikmennirnir með tölu góðir í fótbolta,“ sagði Davíð.Böddi Löpp áttaði sig á þessu FH-liðið var búið að sjá myndbönd af mótherjanum fyrir fyrri leikinn en Finnarnir komu fyrirliðanum engu að síður á óvart. „Við vissum sem sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, sagði í viðtali við fótbolti.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri álíka gott og miðlungs Pepsi-deildarlið. „Ég held að Böðvar nokkur Böðvarsson hafi áttað sig á því, eins og við hinir, að þetta er mjög gott lið,“ sagði Davíð Þór.Sannfærður um að fara áfram Aðspurður hvort þetta væri ekki hárrétt hjá Bödda Löpp, eins og hann er kallaður, þar sem FH vinnur flest miðlungsliðin í Pepsi-deildinni með einu marki sagði Davíð brosandi: „Svo er það önnur pæling.“ Davíð Þór segir það verða mikil vonbrigði ef FH-liðið fer ekki áfram, en hann er bjartsýnn á góðan leik sinna manna. „Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Heimir: Bikartapið truflar ekki enda erum við vanir því að detta úr bikarnum Bikartap FH gegn KR hefur engin áhrif á undirbúninginn gegn SJK í Evrópudeildinni. 9. júlí 2015 13:30