Þjálfari Anítu: Niðurstaðan viss vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 16:40 Aníta varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. vísir/daníel Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01