Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 21:56 Hólmar Örn hefur góðar gætur á Jacob Schoop í Vesturbænum í kvöld. vísir/valli „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira