Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 16. júlí 2015 11:30 Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Tveir Íslandsvinir; markvörðurinn André Hansen og framherjinn Alexander Söderlund, verða í eldlínunni með Rosenborg í kvöld þegar norska stórveldið mætir KR í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hansen kom á láni til KR sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon og Alexander Söderlund varð meistari með FH.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar „Það er gott að koma aftur. Ég hef komið til Íslands á hverju ári nánast síðan 2009. Það er gaman að sjá vinina og spila vonandi góðan leik,“ sagði Hansen við Vísi eftir æfingu Rosenborg á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. „Ég stoppaði stutt í KR en ég eignaðist góðan vinahóp sem sá um mig og þess vegna kem ég alltafa ftur á sumrin. Þetta er gott land og hingað finnst mér gott að koma.“Alexander Söderlund á æfingu í gær.vísir/valliGerði ekki mikið fyrir FH Rosenborg er á toppnum í Noregi og stefnir að meistaratitlinum þar í landi. Markmiðið er ekki bara að komast í gegnum KR heldur að komast alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Eins og ég segi hef ég komið hingað á hverju ári síðan 2009 þannig ég veit að það er erfitt að vinna KR á þeirra heimavelli. KR-liðið hefur náð góðum úrslitum í Evrópu gegn Basel og Standard Liege til dæmis,“ sagði Hansen. Alexander Söderlund, fyrrverandi framherji FH, sló í gegn hjá Haugesund áður en hann kom til Rosenborg fyrir tveimur árum. Hann laumaði sér inn í viðtalið við Hansen. Þeir spiluðu báðir hér 2009 en þá varð Söderlund meistari með FH. „Ég gerði nú ekki mikið en við unnum,“ sagði Söderlund brosandi. Aðspurður um markið rosalega sem hann skoraði gegn Breiðabliki sagði hann: „Ég man eftir því. Það var mikil heppni.“André Hansen æfir á KR-vellinum.vísir/valliGott að komast að heiman Báðir segja þeir hafa gert mikið fyrir sig að koma til Íslands sem ungir menn og spila. „Fyrir mig var þetta gott. Ég fékk að spila með góðu liði í fínni deild þegar ég var ungunr. Það var góð reynsla að komast að heiman og hitta annað fólk í öðru landi,“ sagði Hansen og Söderlund bætti við: „Ég er sammála þessu. Fleiri norskir leikmenn eiga að koma hingað ef þeir geta og fá reynslu. Það var frábært fyrir mig þó ég hafi aðeins verið meiddur. Ég mæli með því fyrir norska leikmenn að koma hingað ef þeir fá tækifæri til,“ sagði Söderlund. Framherjinn er vinsæll hjá fjölmiðlum í Noregi, en í fyrra var tekið upp innslag með honum í magasínþætti þar sem hann var meðal annars ber að ofan að lesa bók upp í rúmi. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að lesa bók ennþá. Ég skoða það kannski í framtíðinni,“ sagði Alexander Söderlund. Viðtalið við þá báða má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00