Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 13:30 Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, og Hólmar Örn Eyjólfsson, á æfingu Rosenborg í gærkvöldi. vísir/valli Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira