Við komum í veg fyrir gjöf á makrílnum – sagð'ann! Haraldur Einarsson skrifar 10. júlí 2015 14:41 Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar