Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2015 13:21 Vigdís Jónsdóttir brosmild eftir sigurinn í dag. vísir/anton brink "Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
"Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira