Sport

Hilmar Örn bætti Norðurlandametið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson
Hilmar Örn Jónsson Mynd/Fri.is
Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari úr FH, var fljótur að hrista af sér vonbrigðin frá EM U-19 í Svíþjóð í síðustu viku.

Þessi stórefnilegi piltur bætti Norðurlandamet 19 ára og yngri í greininni er hann kastaði 79,81 m á Coca Cola-móti FH í vikunni.

Hilmar Örn kastaði sex sinnum á mótinu og ávallt yfir 75 m. Metkastið kom í í sjöttu og síðustu umferðinni og hefði dugað til að vinna gull á EM U-19 ára. Kastið hefði einnig verið nýtt mótsmet.

Hilmar Örn gerði þrívegis ógilt í forkeppni sleggjukastsins á EM í Eskilstuna. Hann átti sjálfur gamla Íslandsmetið í flokki nítján ára og yngri en það var 78,07 m og sett á móti í Kaplakrika í byrjun síðasta mánaðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×