Helgi Sig og Serbi verða aðstoðarmenn Milosar í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 15:15 Helgi Sigurðsson kom aftur til Víkings 2010 og spilaði með liðinu til 2012. vísir/pjetur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira