Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2015 12:19 Ísland hleypur undir bagga með Grikklandi og Ítalíu og ætlar að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu í október. vísir/epa Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki. Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki.
Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03