Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Stjarnan 1-0 | Leiknismenn unnu mikilvægan baráttusigur. Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Leiknismenn voru hissa eftir að mark var dæmt af þeim í leiknum gegn Stjörnunni í 3. umferð. vísir/stefán Leiknismenn unnu ljónharðan sigur á Stjörnumönnum í kvöld á Leiknisvelli. Það mátti ekki mikið skilja að á milli liðanna en mark Halldórs Kristins Halldórssonar á 73. mínútu var nóg til þess að stigin þrjú yrðu eftir í Breiðholtinu. Það var barist í stúkunni sem og á vellinum en í stúkunni tókust á bestu stuðningsmannasveitir landsins og mátti varla heyra hvor væri háværari þó að fjöldinni hafi spilað með Leiknismönnum í kvöld. Leikmenn létu ekki sitt eftir liggja og dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson hafði nóg að gera allan leikinn. Leikurinn var þó ekki grófur en mikið var um lítil leikbrot hér og þar inni á vellinum og var það til marks um baráttuna sem átti sér stað. Bæði lið hefðu líklega geta stolið sigrinum hér í kvöld enda var leikurinn hnífjafn. Varnarmenn liðanna voru fyrirferðarmiklir og náðu yfirleitt að grípa inn í hættulegar leikstöður andstæðinganna. Það var því fátt um opin færi í leiknum og algjörlega við hæfi að sigurmarkið kæmi eftir fast leikatriði. Það kom á 73. mínútu þegar miðvörðurinn markheppni, Halldór Kristinn Halldórsson stangaði inn hornspyrnu Hilmars Árna Hilmarssonar. Hjá báðum liðum vantaði upp á klárun á færum og/eða að síðasta sending heppnaðist en mesta lukkan gafst þegar liðin beittu hröðum sóknum. Leiknismenn sýndu á köflum lipran sóknarleik og þar fór Hollendingurinn Danny Schreurs fremstur í flokki. Hann tengdi vel við Hilmar Árna og kantmennina tvö í kringum sig og ef miðað er við þennan leik er ljóst að það býr talsvert í þessum leikmanni. Verður það fróðlegt að fylgjast með honum þegar hann verður orðinn vel versaður í leik Leiknismanna. Leiknir fer því með gríðarlega mikilvæg þrjú stig í poka heim og sigur sem gæti verið upphafið að því að bjarga sér frá falli. Stjörnumenn geta verið vonsviknir og áttu eflaust skilið eitthvað úr leiknum en úrslit leiksins eru svolítið í takt við tímabilið hjá Stjörnunni sem ekki hafa náð að fylgja eftir frábæru tímabili sínu í fyrra. Freyr: Ég á við vandamál að stríða.Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknismanna var gríðarlega ánægður með stigin þrjú. „Þetta var bæði langþráður og mikilvægur sigur.“ Honum var alveg sama um að hafa klárað umræðuna yfir tapleysi Leiknismanna með sigrinum í kvöld. „Á ég að segja þér alveg satt? Ég á við vandamál að stríða. Ég man ekki dagsetningar þannig að þetta truflaði mig ekki neitt. En ég fann tilfinninguna hvað það er langt síðan við höfum unnið leik.“ Vörnin og föst leikatriði voru það sem skópu þennan sigur að mati Freys. „Við spilum frábæra vörn. Við berjumst allir sem einn. Við vildum þetta rosalega mikið. Föstu leikatriðin eru aftur orðin góð. Þau voru góð í síðasta leik og þau voru aftur góð í dag. Markamaskínan Halldór Kristinn skorar. Það er bara þannig að ef við komumst yfir í leikjum þá er erfitt við okkur að eiga.“ Freyr var einnig virkilega ánægður með innkomu Danny Schreurs sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðhyltinga. „Mér fannst hann frábær. Ég sagði við hann í hálfleik að koma inn í lið varnarlega þar sem við erum með tvær útgáfur af varnarleik í fyrri hálfleik þá nær hann að gera nákvæmlega það sem við báðum hann um að gera. Það sýnir það að hann er með háa fótboltagreind og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Hann gefur okkur meiri samkeppni, ákveðinn hraða og stutt spil. Hann og Hilmar náðu mjög vel saman og við erum komnir með mjög gott lið.“ Rúnar Páll: Gríðarlega sárt að tapa.Rúnar Páll Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum en hann taldi föstu leikatriði Leiknismanna hafa verið banabitinn. „Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt hérna. Við töpuðum í baráttunni. Þeir eru harðari en við og ákafari. Við vitum það að Leiknir byggir svolítið sinn leikstíl að vinna mikið úr föstum leikatriðum, þeir eru skipulagðir þar og það felldi okkur í dag. “ Honum fannst þó sýnir menn spila ágætlega í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sköpuðum okkur ekki mikið í dag en mér fannst við vera betra fótboltaliðið í þessum leik. Við fengum fín upphlaup, sérstaklega í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik.“ Rúnar Páll lét heyra í sér allan leikinn og fengu auglýsingaskylti bakvið varamannaskýli Stjörnunnar að finna fyrir því. „Ég vil bara að menn láti boltann ganga aðeins hraðar. Við töpum boltanum á hættulegum stöðum og þeir fá skyndisóknir. Maður er ekki ánægður með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leiknismenn unnu ljónharðan sigur á Stjörnumönnum í kvöld á Leiknisvelli. Það mátti ekki mikið skilja að á milli liðanna en mark Halldórs Kristins Halldórssonar á 73. mínútu var nóg til þess að stigin þrjú yrðu eftir í Breiðholtinu. Það var barist í stúkunni sem og á vellinum en í stúkunni tókust á bestu stuðningsmannasveitir landsins og mátti varla heyra hvor væri háværari þó að fjöldinni hafi spilað með Leiknismönnum í kvöld. Leikmenn létu ekki sitt eftir liggja og dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson hafði nóg að gera allan leikinn. Leikurinn var þó ekki grófur en mikið var um lítil leikbrot hér og þar inni á vellinum og var það til marks um baráttuna sem átti sér stað. Bæði lið hefðu líklega geta stolið sigrinum hér í kvöld enda var leikurinn hnífjafn. Varnarmenn liðanna voru fyrirferðarmiklir og náðu yfirleitt að grípa inn í hættulegar leikstöður andstæðinganna. Það var því fátt um opin færi í leiknum og algjörlega við hæfi að sigurmarkið kæmi eftir fast leikatriði. Það kom á 73. mínútu þegar miðvörðurinn markheppni, Halldór Kristinn Halldórsson stangaði inn hornspyrnu Hilmars Árna Hilmarssonar. Hjá báðum liðum vantaði upp á klárun á færum og/eða að síðasta sending heppnaðist en mesta lukkan gafst þegar liðin beittu hröðum sóknum. Leiknismenn sýndu á köflum lipran sóknarleik og þar fór Hollendingurinn Danny Schreurs fremstur í flokki. Hann tengdi vel við Hilmar Árna og kantmennina tvö í kringum sig og ef miðað er við þennan leik er ljóst að það býr talsvert í þessum leikmanni. Verður það fróðlegt að fylgjast með honum þegar hann verður orðinn vel versaður í leik Leiknismanna. Leiknir fer því með gríðarlega mikilvæg þrjú stig í poka heim og sigur sem gæti verið upphafið að því að bjarga sér frá falli. Stjörnumenn geta verið vonsviknir og áttu eflaust skilið eitthvað úr leiknum en úrslit leiksins eru svolítið í takt við tímabilið hjá Stjörnunni sem ekki hafa náð að fylgja eftir frábæru tímabili sínu í fyrra. Freyr: Ég á við vandamál að stríða.Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknismanna var gríðarlega ánægður með stigin þrjú. „Þetta var bæði langþráður og mikilvægur sigur.“ Honum var alveg sama um að hafa klárað umræðuna yfir tapleysi Leiknismanna með sigrinum í kvöld. „Á ég að segja þér alveg satt? Ég á við vandamál að stríða. Ég man ekki dagsetningar þannig að þetta truflaði mig ekki neitt. En ég fann tilfinninguna hvað það er langt síðan við höfum unnið leik.“ Vörnin og föst leikatriði voru það sem skópu þennan sigur að mati Freys. „Við spilum frábæra vörn. Við berjumst allir sem einn. Við vildum þetta rosalega mikið. Föstu leikatriðin eru aftur orðin góð. Þau voru góð í síðasta leik og þau voru aftur góð í dag. Markamaskínan Halldór Kristinn skorar. Það er bara þannig að ef við komumst yfir í leikjum þá er erfitt við okkur að eiga.“ Freyr var einnig virkilega ánægður með innkomu Danny Schreurs sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðhyltinga. „Mér fannst hann frábær. Ég sagði við hann í hálfleik að koma inn í lið varnarlega þar sem við erum með tvær útgáfur af varnarleik í fyrri hálfleik þá nær hann að gera nákvæmlega það sem við báðum hann um að gera. Það sýnir það að hann er með háa fótboltagreind og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Hann gefur okkur meiri samkeppni, ákveðinn hraða og stutt spil. Hann og Hilmar náðu mjög vel saman og við erum komnir með mjög gott lið.“ Rúnar Páll: Gríðarlega sárt að tapa.Rúnar Páll Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum en hann taldi föstu leikatriði Leiknismanna hafa verið banabitinn. „Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt hérna. Við töpuðum í baráttunni. Þeir eru harðari en við og ákafari. Við vitum það að Leiknir byggir svolítið sinn leikstíl að vinna mikið úr föstum leikatriðum, þeir eru skipulagðir þar og það felldi okkur í dag. “ Honum fannst þó sýnir menn spila ágætlega í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sköpuðum okkur ekki mikið í dag en mér fannst við vera betra fótboltaliðið í þessum leik. Við fengum fín upphlaup, sérstaklega í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik.“ Rúnar Páll lét heyra í sér allan leikinn og fengu auglýsingaskylti bakvið varamannaskýli Stjörnunnar að finna fyrir því. „Ég vil bara að menn láti boltann ganga aðeins hraðar. Við töpum boltanum á hættulegum stöðum og þeir fá skyndisóknir. Maður er ekki ánægður með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira