Nauðlending í Súðavíkurhlíð: Var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 10:59 Frá vettvangi í gær þar sem vélinni var nauðlent á veginum um Súðavíkurhlíð. Vísir/Þórður Kr. Sigurðsson. „Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
„Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45