Níunda stórmót Ásdísar á sjö árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum um árabil. Grafík/Fréttablaðið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira