Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið? Frosti Ólafsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun