Sport

Heimsmeistarar fjórða dagsins á HM í frjálsum í Peking | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Genzebe Dibaba var eitt stórt bros þegar hún kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna.
Genzebe Dibaba var eitt stórt bros þegar hún kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna. Vísir/Getty
Fjórða keppnisdegi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína er lokið og það voru krýndir fimm heimsmeistarar á mótinu í dag.

Fjórar þjóðir eignuðust gullverðlaunahafa á þriðja degi HM og alls fékk íþróttafólk frá þrettán þjóðum verðlaun í þessum fimm greinum.

Keníumenn fengu annan daginn í röð bæði flest gull (2) og flest verðlaun (3) á þessum fjórða degi en engin önnur þjóð náði í meira en ein verðlaun í dag.

Eftir fyrstu þrjá dagana hafa Keníumenn unnið flest gullverðlaun á mótinu (4) sem og flest verðlaun (9). Bretar eru í öðru sætinu með 3 gullverðlaun og Jamaíka hefur unnið tvö gull. Bandaríkjamenn hafa unnið sex verðlaun en fjögur þeirra eru brons og bara eitt þeirra er gull.

Hér fyrir neðan má sjá bæði úrslitin í dag sem og myndir af heimsmeisturunum.

Heimsmeistarar þriðjudaginn 25. ágúst 2015

Kringlukast kvenna

Gull: Denia Caballero, Kúbu 69,28 metrar

Silfur: Sandra Perkovic, Króatíu  67,39 metrar

Brons: Nadine Müller, Þýskalandi  65,53 metrar

Langstökk karla

Gull: Greg Rutherford, Bretlandi 8,41 metri

Silfur: Fabrice Lapierre, Ástralíu 8,24 metrar

Brons: Wang Jianan, Kína  8,18 metrar

400 metra grindarhlaup karla

Gull: Nicholas Bett, Kenía 47,79 sekúndur

Silfur: Denis Kudryavtsev, Rússlandi 48,05 sekúndur

Brons: Jeffery Gibson, Bahamaeyjum 48,17 sekúndur

1500 metra hlaup kvenna

Gull: Genzebe Dibaba, Eþíópíu 4:08.09 mínútur

Silfur: Faith Chepngetich Kipyegon, Keníu 4:08.96 mínútur

Brons: Sifan Hassan, Hollandi 4:09.34 mínútur

800 metra hlaup karla

Gull: David Rudisha, Keníu 1:45.84 mínútur

Silfur: Adam Kszczot, Póllandi  1:46.08 mínútur

Brons: Amel Tuka, Bonsíu 1:46.30 mínútur

Denia Caballero vann kringlukast kvenna.Vísir/Getty
Greg Rutherford vann langstökk karla.Vísir/Getty
Keníamaðurinn Nicholas Bett vann 400 metra grindarhlaup karla.Vísir/Getty
Genzebe Dibaba var himinlifandi með sigurinn í 1500 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty
David Rudisha vann 800 metra hlaup karla.Vísir/Getty
Keníamaðurinn Nicholas Bett trúði því varla að hann hefði unnið 400 metra grindarhlaupi.Vísir/Getty
Stærðin er ekki allt. Denia Caballero með hinum verðlaunahöfunum í kringlukasti kvenna, Söndru Perkovic frá Króatíu og Nadine Müller frá Þýskalandi.Vísir/Getty
Greg Rutherford frá Bretlandi.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×