Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2015 12:26 Heiða Kristín er á leið inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon.
Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15
Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21
„Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“