Kjarasamningar og stjórnvöld þórunn egilsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Mikill órói var á vinnumarkaði síðastliðið vor, þar sem hart var tekist á í viðræðum um kjarasamninga. Tekist var á um hve háa upphæð hver og einn ætti að fá í launaumslagið. Eins og oftast áður var ekki unnt að klára samninga einungis með því að einblína á launaumslag hvers og eins, heldur þurftu stjórnvöld einnig að koma að borðinu með ýmis framfaramál fyrir okkar þjóðfélag. Yfirlýsing stjórnvalda frá 28. maí varð til þess að púsluspilið gekk upp og því lykillinn að því að langtímakjarasamningar tókust. Yfirlýsingin er því grundvallarplagg sem unnið verður eftir. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna eru ellefu liðir sem lúta að ýmsum sviðum skatta-, velferðar- og húsnæðismála sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Þar má nefna að með aðgerðunum mun lækkun á tekjuskatti einstaklinga nema allt að 16 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar tæpum 13% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga miðað við áætlun fjárlaga 2015. Ríkisstjórnin skuldbindur sig einnig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Þannig verði stuðlað að fjölgun ódýrra og hagkvæmra íbúða með það að markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma og ráðist í átak um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á tímabilinu 2016-19. Einnig verður stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar, meðal annars með endurskoðun byggingarreglugerðar og gjaldtöku sveitarfélaga. Húsnæðisbætur verða hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð og auka framboð á leigumarkaði. Þá verður komið sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með því að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað til þess. Fleiri aðgerðir, s.s. vegna lækkunar á kostnaði sjúklinga og aukinna framlaga til starfsmenntunar, eru í yfirlýsingunni en hana má finna á vef forsætisráðuneytisins. Margar þessara aðgerða krefjast nokkurrar vinnu á Alþingi vegna lagabreytinga. Við framsóknarmenn munum greiða fyrir framgangi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Mikill órói var á vinnumarkaði síðastliðið vor, þar sem hart var tekist á í viðræðum um kjarasamninga. Tekist var á um hve háa upphæð hver og einn ætti að fá í launaumslagið. Eins og oftast áður var ekki unnt að klára samninga einungis með því að einblína á launaumslag hvers og eins, heldur þurftu stjórnvöld einnig að koma að borðinu með ýmis framfaramál fyrir okkar þjóðfélag. Yfirlýsing stjórnvalda frá 28. maí varð til þess að púsluspilið gekk upp og því lykillinn að því að langtímakjarasamningar tókust. Yfirlýsingin er því grundvallarplagg sem unnið verður eftir. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna eru ellefu liðir sem lúta að ýmsum sviðum skatta-, velferðar- og húsnæðismála sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Þar má nefna að með aðgerðunum mun lækkun á tekjuskatti einstaklinga nema allt að 16 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar tæpum 13% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga miðað við áætlun fjárlaga 2015. Ríkisstjórnin skuldbindur sig einnig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Þannig verði stuðlað að fjölgun ódýrra og hagkvæmra íbúða með það að markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma og ráðist í átak um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á tímabilinu 2016-19. Einnig verður stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar, meðal annars með endurskoðun byggingarreglugerðar og gjaldtöku sveitarfélaga. Húsnæðisbætur verða hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð og auka framboð á leigumarkaði. Þá verður komið sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með því að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað til þess. Fleiri aðgerðir, s.s. vegna lækkunar á kostnaði sjúklinga og aukinna framlaga til starfsmenntunar, eru í yfirlýsingunni en hana má finna á vef forsætisráðuneytisins. Margar þessara aðgerða krefjast nokkurrar vinnu á Alþingi vegna lagabreytinga. Við framsóknarmenn munum greiða fyrir framgangi þeirra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar