Í heildina er þetta hvorki fugl né uppstoppaður fiskur Sigríður Jónsdóttir skrifar 8. september 2015 12:30 Kjartan Guðjónsson og Árni Pétur Guðjónsson í hlutverkum sínum. Leiklist Móðurharðindin Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson Handrit og Leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson Dramatúrg: Símon Birgisson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Leila Arge og Axel Hallkell Lýsing: Ólafur Stefánsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Fjölskyldufaðirinn er látinn og uppkomin börn hans snúa aftur á grotnandi æskuslóðirnar til að mæta í jarðarförina. En fyrst verða þau að mæta ekkjunni og móður sinni, frú Friðriku, sem lifir á andúð og fornri frægð forfeðra sinna. Björn Hlynur Haraldsson flaggar klisjunum í fulla stöng en loforð um nýjan farveg liggur í loftinu. Frú Friðrika, leikin af Kjartani Guðjónssyni, mætir á sviðið í öllu sínu veldi, með andlega ofbeldið að vopni og gífurlega hæfileika til að reita fólk til óstjórnlegrar reiði. Kjartan beitir aragrúa af brögðum til að gera Friðriku eins hlægilega hryllilega og hægt er; hann haltrar, er skrækróma og hádramatískur í fasi. Þrátt fyrir ágætis gervi líkt og eftirminnilegan jarðarfararklæðnað Friðriku verður brellan fljótlega þreytt. Nú til dags er nefnilega ekki nóg að dubba karlmann upp í kjól til að halda uppi sýningu. Nokkrir prýðilegir sprettir breyta því ekki að Kjartan nær aldrei jafnvægi með þessum fjölmörgu kækjum, raddbeitingin er misjöfn og haltrið síbreytilegt. Arnmundur, hreyfilistamaður og óvirkur alkóhólisti, er frekar óspennandi persóna sem kemst aldrei á flug þrátt fyrir að vera skýrasta persónan á eftir Friðriku. Árni Pétur hefur sjaldan sést á sviði nýlega sem er mikil synd því hann er virkilega hæfileikaríkur. En upplestur Arnmundar í jarðarförinni var klárlega hápunktur. Ólafía Hrönn er afburðagóð leikkona en fær fátt að gera í sýningunni. Áhorfendur vita lítið um hennar persónu fyrir utan að hún er alvörugefinn lögfræðingur sem situr reglulega undir skömmum frá mömmu sinni fyrir að ganga aldrei í kjólum. Sigurður Sigurjónsson hefur einnig afskaplega lítið að gera í sýningunni, en skilar sínu hlutverki vel. Aftur á móti er Hallgrímur Ólafsson frekar vandræðalegur í hlutverki prestsins Svalbrands og nær aldrei almennilega takti við sýninguna. Kvikmyndin Psycho sem handritið vísar sterklega í er ekki um mömmuna í glugganum heldur soninn hennar, tilfinningalegt ástand hans og afleiðingar þess. Í Móðurharðindunum stelur mamman bókstaflega sviðsljósinu sem er spennandi hugmynd en aldrei framkvæmd á fullnægjandi hátt þrátt fyrir ýmsar tilraunir Björn Hlyns, bæði í handritinu og í leikstjórninni. Aragrúinn af klisjunum er ekki vandamálið heldur hálfkláruðu karakterarnir, lausir þræðir í framvindunni og stefnuleysi sýningarinnar. Endurtekningar á klisjum með kaldhæðnislegum undirtónum er ekki nóg til að gagnrýna þær eða gera grín að þeim. Neistar kvikna en slokkna síðan snögglega aftur, gróteskan er prufuð en síðan pakkað saman og aldrei er gengið nægilega langt með hugmyndirnar til þess að þær myndi eina skiljanlega heild. Öllu er tjaldað til í hugmyndavinnunni en ekkert helst uppi nema í fáein fín augnablik, sérstaklega fyrir hlé. Björn Hlynur snýr örlítið upp á leikhúsformið með því að brjóta fjórða vegginn og henda inn línum sem eiga að virka bæði sem díalógur fyrir persónurnar og eins konar leikrænt blikk til áhorfendanna. En afraksturinn er afar misjafn. Umgjörð sýningarinnar endurspeglar rótleysi leikstjórnarinnar og skort á dramatúrgískri yfirsýn, ágætis áherslur en heildarmyndina vantar. Eftir hlé verður algjör viðsnúningur á verkinu, stigið er frá farsaforminu og við tekur undarleg hádramatík í ætt við Strindberg. Skyndilega eru áhorfendur komnir í allt annað leikverk og tónbreytingin hæfir ekki verkinu. Eftir sitja vonbrigði og depurð því grunnhugmyndin er virkilega spennandi, leikarahópurinn flottur og nýtt íslenskt leikverk á ferðinni. Móðurharðindin er brotakennd, á köflum gamaldags og oft hreinlega ófyndin sýning, sem er versta syndin.Niðurstaða: Frábær hugmynd í ófullnægjandi útfærslu. Leikhús Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist Móðurharðindin Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson Handrit og Leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson Dramatúrg: Símon Birgisson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Leila Arge og Axel Hallkell Lýsing: Ólafur Stefánsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Fjölskyldufaðirinn er látinn og uppkomin börn hans snúa aftur á grotnandi æskuslóðirnar til að mæta í jarðarförina. En fyrst verða þau að mæta ekkjunni og móður sinni, frú Friðriku, sem lifir á andúð og fornri frægð forfeðra sinna. Björn Hlynur Haraldsson flaggar klisjunum í fulla stöng en loforð um nýjan farveg liggur í loftinu. Frú Friðrika, leikin af Kjartani Guðjónssyni, mætir á sviðið í öllu sínu veldi, með andlega ofbeldið að vopni og gífurlega hæfileika til að reita fólk til óstjórnlegrar reiði. Kjartan beitir aragrúa af brögðum til að gera Friðriku eins hlægilega hryllilega og hægt er; hann haltrar, er skrækróma og hádramatískur í fasi. Þrátt fyrir ágætis gervi líkt og eftirminnilegan jarðarfararklæðnað Friðriku verður brellan fljótlega þreytt. Nú til dags er nefnilega ekki nóg að dubba karlmann upp í kjól til að halda uppi sýningu. Nokkrir prýðilegir sprettir breyta því ekki að Kjartan nær aldrei jafnvægi með þessum fjölmörgu kækjum, raddbeitingin er misjöfn og haltrið síbreytilegt. Arnmundur, hreyfilistamaður og óvirkur alkóhólisti, er frekar óspennandi persóna sem kemst aldrei á flug þrátt fyrir að vera skýrasta persónan á eftir Friðriku. Árni Pétur hefur sjaldan sést á sviði nýlega sem er mikil synd því hann er virkilega hæfileikaríkur. En upplestur Arnmundar í jarðarförinni var klárlega hápunktur. Ólafía Hrönn er afburðagóð leikkona en fær fátt að gera í sýningunni. Áhorfendur vita lítið um hennar persónu fyrir utan að hún er alvörugefinn lögfræðingur sem situr reglulega undir skömmum frá mömmu sinni fyrir að ganga aldrei í kjólum. Sigurður Sigurjónsson hefur einnig afskaplega lítið að gera í sýningunni, en skilar sínu hlutverki vel. Aftur á móti er Hallgrímur Ólafsson frekar vandræðalegur í hlutverki prestsins Svalbrands og nær aldrei almennilega takti við sýninguna. Kvikmyndin Psycho sem handritið vísar sterklega í er ekki um mömmuna í glugganum heldur soninn hennar, tilfinningalegt ástand hans og afleiðingar þess. Í Móðurharðindunum stelur mamman bókstaflega sviðsljósinu sem er spennandi hugmynd en aldrei framkvæmd á fullnægjandi hátt þrátt fyrir ýmsar tilraunir Björn Hlyns, bæði í handritinu og í leikstjórninni. Aragrúinn af klisjunum er ekki vandamálið heldur hálfkláruðu karakterarnir, lausir þræðir í framvindunni og stefnuleysi sýningarinnar. Endurtekningar á klisjum með kaldhæðnislegum undirtónum er ekki nóg til að gagnrýna þær eða gera grín að þeim. Neistar kvikna en slokkna síðan snögglega aftur, gróteskan er prufuð en síðan pakkað saman og aldrei er gengið nægilega langt með hugmyndirnar til þess að þær myndi eina skiljanlega heild. Öllu er tjaldað til í hugmyndavinnunni en ekkert helst uppi nema í fáein fín augnablik, sérstaklega fyrir hlé. Björn Hlynur snýr örlítið upp á leikhúsformið með því að brjóta fjórða vegginn og henda inn línum sem eiga að virka bæði sem díalógur fyrir persónurnar og eins konar leikrænt blikk til áhorfendanna. En afraksturinn er afar misjafn. Umgjörð sýningarinnar endurspeglar rótleysi leikstjórnarinnar og skort á dramatúrgískri yfirsýn, ágætis áherslur en heildarmyndina vantar. Eftir hlé verður algjör viðsnúningur á verkinu, stigið er frá farsaforminu og við tekur undarleg hádramatík í ætt við Strindberg. Skyndilega eru áhorfendur komnir í allt annað leikverk og tónbreytingin hæfir ekki verkinu. Eftir sitja vonbrigði og depurð því grunnhugmyndin er virkilega spennandi, leikarahópurinn flottur og nýtt íslenskt leikverk á ferðinni. Móðurharðindin er brotakennd, á köflum gamaldags og oft hreinlega ófyndin sýning, sem er versta syndin.Niðurstaða: Frábær hugmynd í ófullnægjandi útfærslu.
Leikhús Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira