Sjávarútvegur og þöggunin Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2015 10:00 Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.“ Þessi tilvitnun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, höfð eftir einum helsta ráðamanni landsins í garð manns sem dirfðist að vera honum ósammála, eru þau ummæli sem hvað best lýsa ástandi opinberrar umræðu á Íslandi á árunum frá því fyrir aldamót og fram að hruni. (7. bindi, bls. 31) Viðleitnin til að þagga niður í fólki tók jafnt til þeirra sem vildu tjá sig um stjórnmál eða þeirra sem tjáðu sig um fjármál og viðskipti. Hver sem þorði að andmæla ráðandi öflum átti útskúfun á hættu. Þöggun viðgengst enn. Eðli þöggunar er að þeir sem vilja tjá sig um menn og málefni eru ekki reiðubúnir að koma fram og segja það sem þeim býr í hug af ótta við aðgerðir gegn þeim. Hvergi er þetta augljósara nú en í málefnum sjávarútvegsins. Sá sem verður fyrir þöggun treystir sér ekki til að greina frá þögguninni opinberlega. Hún getur birst sem beinar hótanir eða sjálfsritskoðun á því sem menn setja fram á opinberum vettvangi. Einfaldast er sjá fyrir sér sjómenn í eftirsóttu skiprúmi eða þingmenn Norðaustur kjördæmis sem augljós fórnarlömb sjávarútvegsþöggunarinnar þó fórnarlömbin séu miklu fjölbreyttari hópur.Útboðsleið stuðlar að nýliðun Ánægjulegt er að Píratar skuli komnir í hóp þeirra stjórnmálahreyfinga sem hafa mótað sér stefnu um að aflaheimildir skuli boðnar út svo tryggt sé að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái fullt afgjald fyrir afnot af þessari eign sinni. Gamalkunnur áróður er þegar farinn í gang um að þetta komi minni útgerðum verr og eru þær fullyrðingar iðulega settar fram án rökstuðnings. Gera má ráð fyrir, ef rétt er að útboðum staðið, að miklu líklegra sé að útboðin stuðli að aukinni fjölbreytni og nýliðun í sjávarútvegi. Þannig gætu t.d. Djúpivogur og Tálknafjörður sem nú eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um kvóta séð fram á betri tíð verði útboðsleiðin farin. Mestu máli hlýtur að skipta að gætt sé heildarhagsmuna þjóðarinnar allrar en ekki ímyndaðra sérhagsmuna einstaka jaðarhópa. Baráttan fyrir réttlátri skiptingu á arðinum af fiskveiðiauðlindinni er rétt að hefjast og á eftir að harðna. Mestu skiptir að þeir sem vilja berjast fyrir réttlátri skiptingu sameinist um hagsmuni þjóðarheildarinnar og láti ekki núverandi kvótahafa afvegaleiða umræðuna. Allir sem vilja að þjóðin fái að njóta afraksturs eignar sinnar verða að gæta sín á að efna ekki til Þórðargleði andstæðinganna. Til þess hafa kvótahafarnir ógrynni fjár og munu einskis svífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.“ Þessi tilvitnun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, höfð eftir einum helsta ráðamanni landsins í garð manns sem dirfðist að vera honum ósammála, eru þau ummæli sem hvað best lýsa ástandi opinberrar umræðu á Íslandi á árunum frá því fyrir aldamót og fram að hruni. (7. bindi, bls. 31) Viðleitnin til að þagga niður í fólki tók jafnt til þeirra sem vildu tjá sig um stjórnmál eða þeirra sem tjáðu sig um fjármál og viðskipti. Hver sem þorði að andmæla ráðandi öflum átti útskúfun á hættu. Þöggun viðgengst enn. Eðli þöggunar er að þeir sem vilja tjá sig um menn og málefni eru ekki reiðubúnir að koma fram og segja það sem þeim býr í hug af ótta við aðgerðir gegn þeim. Hvergi er þetta augljósara nú en í málefnum sjávarútvegsins. Sá sem verður fyrir þöggun treystir sér ekki til að greina frá þögguninni opinberlega. Hún getur birst sem beinar hótanir eða sjálfsritskoðun á því sem menn setja fram á opinberum vettvangi. Einfaldast er sjá fyrir sér sjómenn í eftirsóttu skiprúmi eða þingmenn Norðaustur kjördæmis sem augljós fórnarlömb sjávarútvegsþöggunarinnar þó fórnarlömbin séu miklu fjölbreyttari hópur.Útboðsleið stuðlar að nýliðun Ánægjulegt er að Píratar skuli komnir í hóp þeirra stjórnmálahreyfinga sem hafa mótað sér stefnu um að aflaheimildir skuli boðnar út svo tryggt sé að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái fullt afgjald fyrir afnot af þessari eign sinni. Gamalkunnur áróður er þegar farinn í gang um að þetta komi minni útgerðum verr og eru þær fullyrðingar iðulega settar fram án rökstuðnings. Gera má ráð fyrir, ef rétt er að útboðum staðið, að miklu líklegra sé að útboðin stuðli að aukinni fjölbreytni og nýliðun í sjávarútvegi. Þannig gætu t.d. Djúpivogur og Tálknafjörður sem nú eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um kvóta séð fram á betri tíð verði útboðsleiðin farin. Mestu máli hlýtur að skipta að gætt sé heildarhagsmuna þjóðarinnar allrar en ekki ímyndaðra sérhagsmuna einstaka jaðarhópa. Baráttan fyrir réttlátri skiptingu á arðinum af fiskveiðiauðlindinni er rétt að hefjast og á eftir að harðna. Mestu skiptir að þeir sem vilja berjast fyrir réttlátri skiptingu sameinist um hagsmuni þjóðarheildarinnar og láti ekki núverandi kvótahafa afvegaleiða umræðuna. Allir sem vilja að þjóðin fái að njóta afraksturs eignar sinnar verða að gæta sín á að efna ekki til Þórðargleði andstæðinganna. Til þess hafa kvótahafarnir ógrynni fjár og munu einskis svífast.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun