Sýrland Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. september 2015 11:09 Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun