Víðsýnin við völd í Færeyjum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. september 2015 19:30 Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag. Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag.
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira