Íslenska liðið hefur aðeins verið undir í 34 mínútur í fyrstu sex leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 1. september 2015 06:00 graf/fréttablaðið Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira