„Okkar stærsta vandamál hvað launin í landinu eru lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 16:30 Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Daníel Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00
50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28
Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26