Var Andemariam Teklesenbet plataður? Gylfi Páll Hersir skrifar 10. september 2015 09:27 Töluvert hefur verið fjallað undanfarið um barkaígræðslu þess góða manns Andemariam Teklesenbet, jarðeðlisfræðings frá Erítreu, sem lést snemma á síðasta ári, og spurt um heilindi þeirra íslensku lækna sem að aðgerðinni stóðu. Ég var persónulegur vinur hans, annar leiðbeinenda hans í meistaranáminu og samstarfsfélagi og tel mér því málið skylt. Andemariam kom hingað til lands í sex mánaða þjálfun við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS) árið 2007. Hann var frábær námsmaður, hlaut styrk og hóf meistaranám í jarðeðlisfræði 2009 sem hann lauk í janúar 2012. Að því loknu vann hann við að leiðbeina nemendum JHS og túlka jarðeðlisfræðileg gögn hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann var gagnrýninn vísindamaður og sjálfstæður í skoðunum. Fljótlega eftir að Andemariam kom til landsins haustið 2009 kom í ljós að hann var með illvígt krabbamein. Hann gekkst undir flókna bráðaskurðaðgerð á Landspítala og fékk geislameðferð en ekki tókst að vinna bug á meininu. Það var ljóst hvert stefndi. Hans beið líknandi meðferð í nokkrar vikur; hann skyldi kveðja fjölskyldu sína og vini. Það var sumpart fyrir röð tilviljana að fram kom sú hugmynd og sá möguleiki að koma gervibarka fyrir í Andemariam í stað þess sem fyrir var og græða á hann stofnfrumur. Áður hafði Tómas Guðbjartsson læknir haft samband við lækna í Bandaríkjunum sem ekki töldu unnt að fjarlægja krabbameinið með hefð- bundinni skurðaðgerð og að sömu niðurstöðu komust læknar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Honum var hins vegar bent á möguleikann að gangast undir þessa erfiðu aðgerð sem aldrei hafði verið gerð áður í heiminum – hins vegar væri óvíst hvort hann lifði aðgerðina af; eða hve lengi hann lifði. Andemariam velti því helst töluvert fyrir sér hvort væri verið að nota hann sem tilraunadýr. Eins og svínin, sagði hann í gríni við mig og í blaðaviðtali. Og hik hans var ekki óeðlilegt. En hann ýtti þeim vangaveltum til hliðar og tók afstöðu. Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Andemariam Teklesenbet.Vísir/Vilhelm Samþykkur í hjarta sínuEnginn, hvorki læknar né aðrir, hefðu getað „platað“ Andemariam til þess að játast undir aðgerð sem hann var ekki samþykkur í hjarta sínu (ég var spurður þessarar undarlegu spurningar af sænskum blaðamanni um daginn). Andemariam skoðaði þá möguleika sem stóðu honum til boða, vó þá og mat og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að láta á þetta reyna. Hann lifði rúm tvö ár. Að geta sér þess til að hann hefði verið beittur þrýstingi og látið undan gegn vilja sínum er fráleitt og andstætt þeim yfirvegaða og vísindalega þenkjandi manni sem ég þekkti. Ég held að flestir í hans stöðu hefðu gripið þann bjarghring sem að þeim er réttur. Sænskur blaðamaður spurði mig hvort ég teldi að Andemariam hefði samþykkt aðgerðina ef hann hefði vitað hvernig færi; ég spurði á móti hvort hún myndi fljúga til Sví- þjóðar daginn eftir ef í ljós kæmi kvöldi seinna að flugvélin hefði hrapað. Ekki má gleymast að Andemariam náði góðum tíma fyrst eftir aðgerðina, lauk meistaranámi, starfaði við sérsvið sitt og sá konu sinni og tveimur börnum farborða hér á landi. Ég umgekkst Andemariam daglega á þessum árum og var trúnaðarvinur hans. Ég var líka vel kunnugur aðkomu Tómasar Guðbjartssonar læknis og hans teymis að þessu máli. Hvorki Andemariam né þeim sem næst honum stóðu kom annað til hugar en að læknar og hjúkrunarfólk sem önnuðust hann gerðu það af öðrum hvötum en einlægum áhuga á að lækna hann; aldrei heyrði ég Andemariam hallmæla þessu góða fólki – þvert á móti, hann mat það mikils. Ég lít á það sem forréttindi í lífinu að hafa kynnst Andemariam, manni frá öðrum menningarheimi, víðsýnum, fjölfróðum og áhugasömum um allt. Ég tel það líka til forréttinda að hafa kynnst aðkomu þeirra lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust þennan góða vin minn. Mér finnst heldur ömurlegt að heilindi þeirra hafi verið dregin í efa – Andemariam hafi verið blekktur og plataður á altari skammvinnrar frægðar. Slíkt tal hefði Andemariam ekki líkað og mér finnst það líka öfugsnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Plastbarkamálið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað undanfarið um barkaígræðslu þess góða manns Andemariam Teklesenbet, jarðeðlisfræðings frá Erítreu, sem lést snemma á síðasta ári, og spurt um heilindi þeirra íslensku lækna sem að aðgerðinni stóðu. Ég var persónulegur vinur hans, annar leiðbeinenda hans í meistaranáminu og samstarfsfélagi og tel mér því málið skylt. Andemariam kom hingað til lands í sex mánaða þjálfun við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS) árið 2007. Hann var frábær námsmaður, hlaut styrk og hóf meistaranám í jarðeðlisfræði 2009 sem hann lauk í janúar 2012. Að því loknu vann hann við að leiðbeina nemendum JHS og túlka jarðeðlisfræðileg gögn hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann var gagnrýninn vísindamaður og sjálfstæður í skoðunum. Fljótlega eftir að Andemariam kom til landsins haustið 2009 kom í ljós að hann var með illvígt krabbamein. Hann gekkst undir flókna bráðaskurðaðgerð á Landspítala og fékk geislameðferð en ekki tókst að vinna bug á meininu. Það var ljóst hvert stefndi. Hans beið líknandi meðferð í nokkrar vikur; hann skyldi kveðja fjölskyldu sína og vini. Það var sumpart fyrir röð tilviljana að fram kom sú hugmynd og sá möguleiki að koma gervibarka fyrir í Andemariam í stað þess sem fyrir var og græða á hann stofnfrumur. Áður hafði Tómas Guðbjartsson læknir haft samband við lækna í Bandaríkjunum sem ekki töldu unnt að fjarlægja krabbameinið með hefð- bundinni skurðaðgerð og að sömu niðurstöðu komust læknar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Honum var hins vegar bent á möguleikann að gangast undir þessa erfiðu aðgerð sem aldrei hafði verið gerð áður í heiminum – hins vegar væri óvíst hvort hann lifði aðgerðina af; eða hve lengi hann lifði. Andemariam velti því helst töluvert fyrir sér hvort væri verið að nota hann sem tilraunadýr. Eins og svínin, sagði hann í gríni við mig og í blaðaviðtali. Og hik hans var ekki óeðlilegt. En hann ýtti þeim vangaveltum til hliðar og tók afstöðu. Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Andemariam Teklesenbet.Vísir/Vilhelm Samþykkur í hjarta sínuEnginn, hvorki læknar né aðrir, hefðu getað „platað“ Andemariam til þess að játast undir aðgerð sem hann var ekki samþykkur í hjarta sínu (ég var spurður þessarar undarlegu spurningar af sænskum blaðamanni um daginn). Andemariam skoðaði þá möguleika sem stóðu honum til boða, vó þá og mat og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að láta á þetta reyna. Hann lifði rúm tvö ár. Að geta sér þess til að hann hefði verið beittur þrýstingi og látið undan gegn vilja sínum er fráleitt og andstætt þeim yfirvegaða og vísindalega þenkjandi manni sem ég þekkti. Ég held að flestir í hans stöðu hefðu gripið þann bjarghring sem að þeim er réttur. Sænskur blaðamaður spurði mig hvort ég teldi að Andemariam hefði samþykkt aðgerðina ef hann hefði vitað hvernig færi; ég spurði á móti hvort hún myndi fljúga til Sví- þjóðar daginn eftir ef í ljós kæmi kvöldi seinna að flugvélin hefði hrapað. Ekki má gleymast að Andemariam náði góðum tíma fyrst eftir aðgerðina, lauk meistaranámi, starfaði við sérsvið sitt og sá konu sinni og tveimur börnum farborða hér á landi. Ég umgekkst Andemariam daglega á þessum árum og var trúnaðarvinur hans. Ég var líka vel kunnugur aðkomu Tómasar Guðbjartssonar læknis og hans teymis að þessu máli. Hvorki Andemariam né þeim sem næst honum stóðu kom annað til hugar en að læknar og hjúkrunarfólk sem önnuðust hann gerðu það af öðrum hvötum en einlægum áhuga á að lækna hann; aldrei heyrði ég Andemariam hallmæla þessu góða fólki – þvert á móti, hann mat það mikils. Ég lít á það sem forréttindi í lífinu að hafa kynnst Andemariam, manni frá öðrum menningarheimi, víðsýnum, fjölfróðum og áhugasömum um allt. Ég tel það líka til forréttinda að hafa kynnst aðkomu þeirra lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust þennan góða vin minn. Mér finnst heldur ömurlegt að heilindi þeirra hafi verið dregin í efa – Andemariam hafi verið blekktur og plataður á altari skammvinnrar frægðar. Slíkt tal hefði Andemariam ekki líkað og mér finnst það líka öfugsnúið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun