Svartur blettur sem verður að uppræta Björn Snæbjörnsson skrifar 29. september 2015 07:00 Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar