Innlent

Hinsegin hælisleitendum fjölgar

Una Sighvatsdóttir skrifar
Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi



„Það hefur sannarlega verið aukning," segir Guðbjörg Ottósdóttir félagsráðgjafi hjá Samtökunum 78. „Það eru alveg þónokkrir hælisleitendur sem hafa komið til okkar, bæði varðandi stuðning við málsmeðferð o svo félagslegar þarfir, húsnæðismál og annað. Þannig að það er töluvertð aukning."



Rætt var við Eduard Sakash, samkynhneigðan hælisleitanda frá Rússlandi, í fréttum Stöðvar2 í gær, en Rússland er eitt af tugum landa þar sem samkynhneigð er ólögleg. Guðbjörg segir að hinsegin hælisleitendur geti haft þarfir ólíkar öðrum hælisleitundum, sem þurfi að mæta.



„Þau eru að sækja um hæli á þeim forsendum að hafa orðið fyrir ofsóknum eða fundið fyrir gríðarlegu óöryggi og staða þess mjög slæm í því landi sem þau flytja frá. En eins og með suma þessa sem hafa leitað til okkar þá er það vegna þess að þeir finna fyrir óöryggi meðal flóttafólks hér, í húsnæðinu sem þeir hafa verið í á vegum Útlendingastofnunar," segir Guðbjörg.



Staðan í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hefur verið að breytast ört undanfarið og segir Guðbjörg að Samtökin78 séu eins og aðrir að takast á við breyttan veruleika.



„Þetta er svo nýtt fyrir okkur, þetta er alveg svona ný aðkoma. Ég held að við þurfum að skoða í hvers konar samstarf við þurfum að fara í, við kannski Rauða krossinn og fleiri."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×