Er ekki stemming fyrir því? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. september 2015 12:00 Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun