Fordæmalaust klúður meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun