Axlaðu ábyrgð herra borgarstjóri! Óttar Guðlaugsson skrifar 22. september 2015 19:42 Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar