Leiðtogi herforingja í Burkina Faso kveðst tilbúinn að afsala sér völdum Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 00:08 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Vísir/AFP Leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Burkina Faso í síðustu viku hefur beðið þjóðina afsökunar á mannfalli vegna valdaránsins. Hann segist reiðubúinn að afsala sér völdum til bráðabirgðastjórnar, nú þegar her landsins nálgast höfuðborgina til að binda enda á valdatíð hans. Gilbert Diendere hershöfðingi fer fyrir hópi hershöfðingja úr lífvarðasveit forsetans sem tók völdin í landinu á miðvikudaginn. Hópurinn fangelsaði einnig forseta og forsætisráðherra landsins, en forsetanum hefur verið sleppt. Jafnframt segist Diendere vera reiðubúinn að sleppa forsætisráðherranum úr haldi. Lífvarðasveit forsetans er ekki hluti af her Burkina Faso, sem er nú á leið til höfuðborgarinnar með það fyrir stefnu að koma lífvarðasveitinni frá völdum án blóðsúthellinga. Diendere sagðist í yfirlýsingu í kvöld vera reiðubúinn að afsala sér völdum en varaði við því að borgarastyrjöld gæti brotist út í kjölfarið. Hann bað þjóðinna og alþjóðasamfélagið afsökunar á mannfalli í landinu, en tíu hið minnsta hafa fallið í valdaráninu og rúmlega hundrað særst. Ekki er vitað hvar Diendere heldur til.Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá hafa hundruð manna komið saman á götum höfuðborgarinnar Ouagadougou til að fagna komu hersins. Þó sé ástandið í landinu enn mjög ruglingslegt og alls ekki útilokað að átök muni brjótast út á ný. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00 Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Burkina Faso í síðustu viku hefur beðið þjóðina afsökunar á mannfalli vegna valdaránsins. Hann segist reiðubúinn að afsala sér völdum til bráðabirgðastjórnar, nú þegar her landsins nálgast höfuðborgina til að binda enda á valdatíð hans. Gilbert Diendere hershöfðingi fer fyrir hópi hershöfðingja úr lífvarðasveit forsetans sem tók völdin í landinu á miðvikudaginn. Hópurinn fangelsaði einnig forseta og forsætisráðherra landsins, en forsetanum hefur verið sleppt. Jafnframt segist Diendere vera reiðubúinn að sleppa forsætisráðherranum úr haldi. Lífvarðasveit forsetans er ekki hluti af her Burkina Faso, sem er nú á leið til höfuðborgarinnar með það fyrir stefnu að koma lífvarðasveitinni frá völdum án blóðsúthellinga. Diendere sagðist í yfirlýsingu í kvöld vera reiðubúinn að afsala sér völdum en varaði við því að borgarastyrjöld gæti brotist út í kjölfarið. Hann bað þjóðinna og alþjóðasamfélagið afsökunar á mannfalli í landinu, en tíu hið minnsta hafa fallið í valdaráninu og rúmlega hundrað særst. Ekki er vitað hvar Diendere heldur til.Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá hafa hundruð manna komið saman á götum höfuðborgarinnar Ouagadougou til að fagna komu hersins. Þó sé ástandið í landinu enn mjög ruglingslegt og alls ekki útilokað að átök muni brjótast út á ný.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00 Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila. 19. september 2015 09:00
Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Valdarán var framið í Afríkuríkinu í nótt. 17. september 2015 18:09