Verður Barcelona sparkað úr spænsku deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 21:09 Lionel Messi hjá Barcelona. Vísir/Getty Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira