Viljum verða besta lið landsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2015 07:00 Hrafnhildur hleður hér í skot gegn Fylki. Vísir/Valli Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum þegar Selfoss vann Fylki á þriðjudaginn en landsliðskonan skoraði átján mörk í leiknum. „Nei, nei, það var bara aðeins verið að mýkja mig upp,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nýkomin úr sjúkraþjálfun, spurð hvort það hafi verið að lappa upp á skothöndina hennar. Hrafnhildur skoraði nefnilega hvorki fleiri né færri en 18 mörk í eins marks sigri Selfoss, 27-26, á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta á þriðjudagskvöldið. Hún vildi ekki gera of mikið úr þessu afreki sínu þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Þetta spilaðist þannig að það opnaðist mikið fyrir mig, þess vegna skoraði ég svona mörg mörk,“ sagði Hrafnhildur og bætti því við að sigurinn væri það mikilvægasta í þessu öllu. Selfoss hefur farið virkilega vel af stað í vetur og unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Hrafnhildur er að vonum ánægð með byrjunina. „Þetta er virkilega flott og núna höldum við bara áfram og tökum næsta leik,“ sagði hún en Selfossliðsins bíður erfitt verkefni á morgun þegar það mætir Fram í Safamýrinni. Næsti leikur þar á eftir er svo gegn Íslands- og bikarmeisturum Gróttu þannig að Selfoss þarf að standast stór próf á næstunni. Selfoss hefur verið í sókn á undanförnum árum en liðið er á sínu fjórða tímabili í röð í efstu deild. Hrafnhildur og stöllur hennar enduðu í 9. sæti 2013, 10. sæti 2014 en lentu svo í 8. sæti í fyrra og komust í úrslitakeppnina. Hrafnhildur segir að Selfoss sé að vinna eftir fimm ára áætlun og stefnan sé sett á að komast í fremstu röð á landinu.Hrafnhildur gefur hér skipanir gegn Fylki á dögunum.Vísir/ValliStefna hátt „Við erum með okkar markmið og ætlum okkur að sjálfsögðu að bæta árangurinn frá því í fyrra,“ sagði Hrafnhildur, sem var markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra með 159 mörk í 22 leikjum, eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. „Við erum á fjórða árinu í fimm ára plani og það hefur gengið upp hingað til. Stefnan er örugglega sú sama og hjá öðrum liðum, að verða besta liðið á Íslandi,“ bætir Hrafnhildur við. Leikmannahópur Selfoss er svipaður og á síðasta tímabili en hann er að mestu skipaður heimastúlkum og svo tveimur erlendum leikmönnum; Adinu Mariu Ghidoarca og Carmen Palamariu. Þessi blanda er ekkert ósvipuð þeirri sem hefur virkað svo vel fyrir kvennalið Selfoss í fótbolta. „Við erum langflestar Selfyssingar í húð og hár,“ sagði Hrafnhildur sem segir mikinn metnað í kvennahandboltanum á Selfossi. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppganginum í fótboltanum og við erum að koma sterkar inn líka. Það er flott starf unnið í kvennaboltanum á Selfossi.“Hún er yfirleitt í strangri gæslu hjá varnarmönnum andstæðinganna.Vísir/ValliLangar að komast út Hrafnhildur, sem er tvítug að aldri, hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hún var valin í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016 síðar í mánuðinum. „Það vilja allir vera í landsliðinu. Það er virkilega gaman að vera hluti af hópnum taka þátt í þessum verkefnum,“ sagði markadrottningin frá Selfossi sem lék stórt hlutverk í umspilsleikjunum gegn Svartfjallalandi í byrjun júní í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Líkt og hjá svo mörgum íslenskum íþróttamönnum leitar hugur Hrafnhildar út fyrir landsteinana. „Það er draumurinn en ég veit ekki hvenær ég gæti farið,“ sagði Hrafnhildur um atvinnumennskuna. „Ég klára allavega tímabilið með Selfossi og sé svo til hvernig hlutirnir þróast. Vonandi kemst ég út ef eitthvað spennandi tilboð berst.“ Hrafnhildur var að lokum spurð hvort það yrði ekki erfitt að toppa 18-marka leikinn gegn Fylki. „Það er svolítið langt í að það gerist aftur. Þetta gerist ekkert á hverjum degi,“ sagði Hrafnhildur Hanna hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Gróttukonur eru ásamt ÍBV og Selfoss með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Olís-deild kvenna. 29. september 2015 22:45