Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2015 14:49 ISIS hefur sett á laggirnar skóla í Sýrlandi og Írak. Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum. Mið-Austurlönd Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira