Íslenski boltinn

Andrés áfram í Árbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrés og Þorvaldur Árnason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, handsala samninginn.
Andrés og Þorvaldur Árnason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, handsala samninginn. mynd/fylkir
Andrés Már Jóhannesson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við Fylki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í kvöld.

Andrés, sem er uppalinn Fylkismaður, lék alla 22 leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Fylkir endaði í 8. sæti deildarinnar.

Andrés hefur alla tíð leikið með Fylki ef frá eru talin tvö ár þar sem hann var í herbúðum Haugesund í Noregi. Hann hefur alls leikið 137 leiki með Fylki í efstu deild og skorað 13 mörk.

Andrés lék á sínum tíma 11 leiki með U-21 árs landsliðinu en hann var í liðinu sem fór á EM U-21 árs landsliða í Danmörku 2011.

Andrés og Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.mynd/fylkir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×