Harpa: Komið gott af rússneskum liðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 17:00 Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Andri Marinó Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00