Íslenski boltinn

Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson. Vísir/stefán
Jóhannes Þór Harðarson mun snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu.

Jóhannes sem tók við liði ÍBV fyrir síðasta tímabil óskaði eftir því að hætta störfum tímabundið á miðju tímabili af persónulegum ástæðum.

Tók Ásmundur Arnarson við starfi hans og skrifaði undir samning út tímabilið en honum tókst að bjarga ÍBV frá falli.

Ásmundur staðfesti hinsvegar í samtali við blaðamann Vísis í dag að hann myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins.

Tilkynningu ÍBV má sjá hér fyrir neðan.

Jóhannes Þór Harðarson þjálfari ÍBV í knattspyrnu hefur tilkynnt stjórn knattspyrnudeildar ÍBV að hann hafi ekki tök á að koma aftur til starfa hjá ÍBV. Ástæður eru persónulegar frá hendi Jóhannesar og hefur hann verið fjarverandi þess vegna undanfarna mánuði.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Jóa Harðar fyrir góð störf í þágu félagsins og sérstaklega góða viðkynningu frá upphafi samstarfsins. Einnig er fjölskyldu Jóa Harðar óskað velfarnaðar með von um gæfu og gengi um alla framtíð.

Framtíðin mun leiða það í ljós hvort leiðir Jóa Harðar og ÍBV muni liggja saman að nýju.

Frekari fréttir af þjálfaramálum ÍBV verða gefnar þegar tilefni gefst til og stjórn knattspyrnudeildar ÍBV tekur sér nú nokkra daga til að klára þau mál.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×