Auðveldum kaup á fasteignum Willum Þór Þórsson og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun