

Hlutverk forseta?
Ábyrgðin er okkar
Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.
Stjórnarskráin er brotalöm
Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“
Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.
Umræðuvettvangur um hlutverk forseta
Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna.
Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“
Hvað vill fólk?
Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn.
Skoðun

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar