Liverpool náði ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 17:03 Emre Can fagnar marki sínu. Vísir/Getty Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira