Reynir að bjarga heiminum með bíómyndum Magnús Guðmundsson skrifar 22. október 2015 11:30 Atriði úr myndinni Ice and the Sky sem fjallar um ævistarf vísindamannsins Claude Lorius. Ice and the Sky er ný heimildarmynd eftir franska leikstjórann Luc Jacquet sem er þekktastur fyrir March of the Penguins sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin árið 2005. Ice and The Sky var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í sumar, var frumsýnd með mikilli viðhöfn í París í vikunni og fer í almennar sýningar í Bíói Paradís annað kvöld. Leikstjórinn Luc Jacquet segir að umfjöllunarefnið hafi brunnið á honum lengi en myndin fjallar um vísindamanninn Claude Lorius, sem hóf viðamiklar rannsóknir á ís Suðurskautslands árið 1957. „Fyrir nokkrum árum stofnsetti ég sjóð sem kallast Wild Touch og hefur það að markmiði að tengja saman vísindi, kvikmyndir og náttúruvernd. Það er svo algengt að það komi til mín vísindamenn og biðji mig um hjálp. Hjálp við að fjalla á skýran og einfaldan hátt um flókin málefni á borð við það hvernig bjarga megi skógunum, andrúmsloftinu o.s.frv. Það sem þessir vísindamenn eiga allir sameiginlegt er að þeir töluðu allir um að þeim líkaði svo vel við hvernig kvikmyndirnar nota tilfinningar til þess að koma vísindalegri þekkingu til almennings.Breytum framtíðinni Það var á þessum grunni sem ég setti upp sjóðinn og innan þessa starfs hitti ég Claude Lorius og mér fannst mikið til þess koma hvernig saga hans er samfléttuð stóru sögunni – heildarmynd umhverfismála. Með því að skoða sögu hans þá er hægt að skoða hversu stór þáttur mannkynsins er í þessu samhengi síðustu fimmtíu til sextíu ár. Ég fann líka ótrúlega magnaðar myndir sem tengjast starfi Claude Lorius frá Suðurskautslandinu og þar með var ég endanlega ákveðinn í því að gera þessa mynd. Þessi mynd er hins vegar búin að vera lengi í vinnslu sem er ekki síst til komið vegna þess að það var mjög erfitt að fjármagna hana. En ég er afskaplega glaður yfir því að hún er nú loksins tilbúin og það gladdi mig líka mikið að hún skyldi vera valin til þess að vera lokamyndin á Cannes. Málið er að myndin segir okkur hvaðan þekkingin á þróun umhverfisins kemur. Myndinni er ætlað að koma okkur í skilning um að hlýnun jarðar er ekki spurning um hugmyndafræði eða eitthvað sem er runnið undan rifjum hins illa. Hlýnun jarðar á sér rætur í vísindum, stórfyrirtækjum, þjóðum og mönnum. Þetta er ekki sjálfsprottið fyrirbæri. Þetta er eitthvað sem við verðum að útskýra aftur og aftur. Eitthvað sem við verðum að horfast í augu við og gera okkur grein fyrir að við breytum ekki gangi sögunnar og þeim ákvörðunum sem voru teknar fyrir mörgum áratugum, heldur verðum við að leitast við að breyta því sem við getum breytt í samtímanum framtíðarinnar vegna.“Luc Jacquet kvikmyndaleikstjóri tengir gjarnan saman vísindi og tilfinningar í sínum verkum.Visir/GVAPeningar í fyrsta sæti Luc Jacquet segir að auðvitað sé erfitt fyrir alla að breyta sinni hegðun og að hann sé ekki þar undanskilinn. „Engu að síður trúi ég á kvikmyndina sem miðil sem getur hjálpað okkur til þess að breyta hugarfarinu. Kvikmynd getur leyft sér að vera á tilfinningasviðinu og að snerta þannig líf fólks með varanlegri hætti en tölur á blaði og ísköld vísindi. Það er þó ekki til neins að leggjast í eitthvert trúboð og segja fólki að það þurfi ekki að keyra bílinn sinn eða ferðast með flugvélum, ég á bíl ég ferðast með flugvélum, vegna þess að í dag lifum við í veröld sem var mótuð fyrir fimmtíu árum. En það sem er á okkar ábyrgð er að segja gott og vel, nú er kominn tími á breytingar og við þurfum að breyta hugsunarhætti okkar og það hratt. Mjög hratt. Það sem ég get gert er að hjálpa fólki að skilja að það eru ákveðnir hlutir að gerast í heiminum, hlutir sem eru 100% vísindalega sannaðir, og við þurfum öll að átta okkur á. Vandinn er að það eru svo ótrúlega margir sem hafa engan áhuga á breytingu heldur vilja halda áfram á sömu braut. Volkswagen er einmitt mjög gott dæmi um slíkt þar sem peningar eru settir í fyrsta sæti en framtíð heimsins kemur þar langt á eftir. En ég trúi því að við getum enn skapað verðmæti og góða hluti án þess að tortíma okkur sjálfum. En til þess að það gangi eftir þá þarf hugarfarið að breytast.“Vísir/VGVAKvikmynd þarf sögu Vísindamaðurinn Claude Lorius er Luc Jacquet hugleikinn og hann segir að fyrsta rannsóknarferð Lorius hafi verið farin árið 1956. „Þegar ég var að vinna sem vísindamaður á Suðurskautslandinu þá vissi ég hver hann var. Hann var stjórinn – þarna lengst uppi. En fyrir fjórum árum hitti ég hann í París og þá var hann mjög veikur. Hann sagði mér sína sögu og ég vissi strax að ég yrði að segja þessa sögu. Þetta er saga sem heimurinn verður að kynnast – framtíðarinnar vegna. Á næstu vikum byrjaði ég að taka viðtöl við hann og reyna að afla fjármuna og svo unnum við þetta skref fyrir skref. Lorius er einn af þessum mönnum sem eru vel þekktir innan vísindaheimsins en almenningur veit ekkert hver hann er þó svo hann hafi haft gríðarleg áhrif á líf okkar. Þessi maður er frumkvöðull og framlag hans til þekkingar okkar á veröldinni er með ólíkindum. Fyrir mér er þessi kvikmynd leið til þess að ýta honum inn á sjónarsviðið og biðja fólk um að hlusta á það sem hann hefur að segja. Hann segir frá sögu plánetunnar okkar og framtíðarinnar sem er mótuð af mannfólkinu. Hér er um að ræða einstakt vísindalegt ævintýri manns sem helgað hefur líf sitt leitinni að sannleikanum um tilveruna í hjarta hinnar frosnu veraldar. Það er svo miklu sterkara að fjalla um manneskju eins og Lorius en að leggja bara fram tölur og staðreyndir. Það gerir þetta allt raunverulegra fyrir fólki. Kvikmyndir þurfa sögu.“ Loftslagsmál Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ice and the Sky er ný heimildarmynd eftir franska leikstjórann Luc Jacquet sem er þekktastur fyrir March of the Penguins sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin árið 2005. Ice and The Sky var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í sumar, var frumsýnd með mikilli viðhöfn í París í vikunni og fer í almennar sýningar í Bíói Paradís annað kvöld. Leikstjórinn Luc Jacquet segir að umfjöllunarefnið hafi brunnið á honum lengi en myndin fjallar um vísindamanninn Claude Lorius, sem hóf viðamiklar rannsóknir á ís Suðurskautslands árið 1957. „Fyrir nokkrum árum stofnsetti ég sjóð sem kallast Wild Touch og hefur það að markmiði að tengja saman vísindi, kvikmyndir og náttúruvernd. Það er svo algengt að það komi til mín vísindamenn og biðji mig um hjálp. Hjálp við að fjalla á skýran og einfaldan hátt um flókin málefni á borð við það hvernig bjarga megi skógunum, andrúmsloftinu o.s.frv. Það sem þessir vísindamenn eiga allir sameiginlegt er að þeir töluðu allir um að þeim líkaði svo vel við hvernig kvikmyndirnar nota tilfinningar til þess að koma vísindalegri þekkingu til almennings.Breytum framtíðinni Það var á þessum grunni sem ég setti upp sjóðinn og innan þessa starfs hitti ég Claude Lorius og mér fannst mikið til þess koma hvernig saga hans er samfléttuð stóru sögunni – heildarmynd umhverfismála. Með því að skoða sögu hans þá er hægt að skoða hversu stór þáttur mannkynsins er í þessu samhengi síðustu fimmtíu til sextíu ár. Ég fann líka ótrúlega magnaðar myndir sem tengjast starfi Claude Lorius frá Suðurskautslandinu og þar með var ég endanlega ákveðinn í því að gera þessa mynd. Þessi mynd er hins vegar búin að vera lengi í vinnslu sem er ekki síst til komið vegna þess að það var mjög erfitt að fjármagna hana. En ég er afskaplega glaður yfir því að hún er nú loksins tilbúin og það gladdi mig líka mikið að hún skyldi vera valin til þess að vera lokamyndin á Cannes. Málið er að myndin segir okkur hvaðan þekkingin á þróun umhverfisins kemur. Myndinni er ætlað að koma okkur í skilning um að hlýnun jarðar er ekki spurning um hugmyndafræði eða eitthvað sem er runnið undan rifjum hins illa. Hlýnun jarðar á sér rætur í vísindum, stórfyrirtækjum, þjóðum og mönnum. Þetta er ekki sjálfsprottið fyrirbæri. Þetta er eitthvað sem við verðum að útskýra aftur og aftur. Eitthvað sem við verðum að horfast í augu við og gera okkur grein fyrir að við breytum ekki gangi sögunnar og þeim ákvörðunum sem voru teknar fyrir mörgum áratugum, heldur verðum við að leitast við að breyta því sem við getum breytt í samtímanum framtíðarinnar vegna.“Luc Jacquet kvikmyndaleikstjóri tengir gjarnan saman vísindi og tilfinningar í sínum verkum.Visir/GVAPeningar í fyrsta sæti Luc Jacquet segir að auðvitað sé erfitt fyrir alla að breyta sinni hegðun og að hann sé ekki þar undanskilinn. „Engu að síður trúi ég á kvikmyndina sem miðil sem getur hjálpað okkur til þess að breyta hugarfarinu. Kvikmynd getur leyft sér að vera á tilfinningasviðinu og að snerta þannig líf fólks með varanlegri hætti en tölur á blaði og ísköld vísindi. Það er þó ekki til neins að leggjast í eitthvert trúboð og segja fólki að það þurfi ekki að keyra bílinn sinn eða ferðast með flugvélum, ég á bíl ég ferðast með flugvélum, vegna þess að í dag lifum við í veröld sem var mótuð fyrir fimmtíu árum. En það sem er á okkar ábyrgð er að segja gott og vel, nú er kominn tími á breytingar og við þurfum að breyta hugsunarhætti okkar og það hratt. Mjög hratt. Það sem ég get gert er að hjálpa fólki að skilja að það eru ákveðnir hlutir að gerast í heiminum, hlutir sem eru 100% vísindalega sannaðir, og við þurfum öll að átta okkur á. Vandinn er að það eru svo ótrúlega margir sem hafa engan áhuga á breytingu heldur vilja halda áfram á sömu braut. Volkswagen er einmitt mjög gott dæmi um slíkt þar sem peningar eru settir í fyrsta sæti en framtíð heimsins kemur þar langt á eftir. En ég trúi því að við getum enn skapað verðmæti og góða hluti án þess að tortíma okkur sjálfum. En til þess að það gangi eftir þá þarf hugarfarið að breytast.“Vísir/VGVAKvikmynd þarf sögu Vísindamaðurinn Claude Lorius er Luc Jacquet hugleikinn og hann segir að fyrsta rannsóknarferð Lorius hafi verið farin árið 1956. „Þegar ég var að vinna sem vísindamaður á Suðurskautslandinu þá vissi ég hver hann var. Hann var stjórinn – þarna lengst uppi. En fyrir fjórum árum hitti ég hann í París og þá var hann mjög veikur. Hann sagði mér sína sögu og ég vissi strax að ég yrði að segja þessa sögu. Þetta er saga sem heimurinn verður að kynnast – framtíðarinnar vegna. Á næstu vikum byrjaði ég að taka viðtöl við hann og reyna að afla fjármuna og svo unnum við þetta skref fyrir skref. Lorius er einn af þessum mönnum sem eru vel þekktir innan vísindaheimsins en almenningur veit ekkert hver hann er þó svo hann hafi haft gríðarleg áhrif á líf okkar. Þessi maður er frumkvöðull og framlag hans til þekkingar okkar á veröldinni er með ólíkindum. Fyrir mér er þessi kvikmynd leið til þess að ýta honum inn á sjónarsviðið og biðja fólk um að hlusta á það sem hann hefur að segja. Hann segir frá sögu plánetunnar okkar og framtíðarinnar sem er mótuð af mannfólkinu. Hér er um að ræða einstakt vísindalegt ævintýri manns sem helgað hefur líf sitt leitinni að sannleikanum um tilveruna í hjarta hinnar frosnu veraldar. Það er svo miklu sterkara að fjalla um manneskju eins og Lorius en að leggja bara fram tölur og staðreyndir. Það gerir þetta allt raunverulegra fyrir fólki. Kvikmyndir þurfa sögu.“
Loftslagsmál Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira