Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 13:12 Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“ Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“
Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47