Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 18:30 Benzema stillir sér upp fyrir ljósmyndar á æfingu með þeim Marco Kovacic, Luka Modric og Raphael Varane. Vísir/Getty Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira