Gott kvöld fyrir tvö Íslendingalið og ensku liðin í Evrópudeildinni | Fjögur lið komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 22:15 Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Molde voru eitt af fjórum liðum sem komust áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Vísir/Getty Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira