Helena og Guðbjörg: Var svolítið spes Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. nóvember 2015 21:15 Helena hafði betur gegn Guðbjörgu í kvöld. vísir/anton Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti