Ríkið og rómantískar gamanmyndir Brynhildur S. Björnsdóttir og Starri Reynisson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun