Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 15:45 Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur stilla sér upp á æfingu landsliðsins í vikunni. vísir/stefán Mikið og gott systraþema er í kvennalandsliðinu í körfubolta fyrir komandi átök í undankeppni EM 2017. Fjórar systur eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi í fyrsta leik á laugardaginn og Slóvakíu í Höllinni fjórum dögum síðar. Tvær af systurunum fjórum koma úr Stykkishólmi og eru Íslandsmeistarar með Snæfelli. Það eru þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Berglind er nýliði í hópnum og Gunnhildur fagnar því að fá tækifæri til að æfa og spila oftar með systur sinni.Sjá einnig:Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands „Þetta er bara geggjað. Það er frábært að fá tækifæri til að spila saman fyrir landsliðið,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og Berglind tekur undir orð systur sinnar: „Þetta er bara geðveikt. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin inn í þennan hóp og bara enn þá meira gaman að hafa systur sína með sér á æfingum,“ segir Berglind. Ungverjar og Slóvakar eru með virkilega góð körfuboltalið og voru á síðasta Evrópumóti. Þau ætla sér aftur á EM eftir tvö ár og eiga stelpurnar okkar því erfiða leiki fyrir höndum. „Þetta er verðugt verkefni og verður erfitt. Við þurfum að sýna eins mikla baráttu og við höfum Það þýðir ekkert annað þannig við mætum með höfuðið hátt og gerum eins vel og við getum,“ segir Gunnhildur og Berglind bætir við:Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu „Þó þær séu miklu stærri er hjartað í okkur risastórt þannig ég held að baráttan sé aðalatriðið og svo bara hafa sjálfstraustið í botni og kýla á þetta. Það er ekkert að hræðast. Þetta er bara skemmtilegt verkefni.“ Aðspurð um helstu eiginlega systur sinnar segir Gunnhildur: „Það er baráttan, “ en hvað segir Berglind um eldri systur sína? „Hún er svo rosalega snögg og fáránlega góð skytta. Svo er það baráttan. Hún kastar sér í alla bolta og þannig á þetta að vera.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Mikið og gott systraþema er í kvennalandsliðinu í körfubolta fyrir komandi átök í undankeppni EM 2017. Fjórar systur eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi í fyrsta leik á laugardaginn og Slóvakíu í Höllinni fjórum dögum síðar. Tvær af systurunum fjórum koma úr Stykkishólmi og eru Íslandsmeistarar með Snæfelli. Það eru þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Berglind er nýliði í hópnum og Gunnhildur fagnar því að fá tækifæri til að æfa og spila oftar með systur sinni.Sjá einnig:Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands „Þetta er bara geggjað. Það er frábært að fá tækifæri til að spila saman fyrir landsliðið,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og Berglind tekur undir orð systur sinnar: „Þetta er bara geðveikt. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin inn í þennan hóp og bara enn þá meira gaman að hafa systur sína með sér á æfingum,“ segir Berglind. Ungverjar og Slóvakar eru með virkilega góð körfuboltalið og voru á síðasta Evrópumóti. Þau ætla sér aftur á EM eftir tvö ár og eiga stelpurnar okkar því erfiða leiki fyrir höndum. „Þetta er verðugt verkefni og verður erfitt. Við þurfum að sýna eins mikla baráttu og við höfum Það þýðir ekkert annað þannig við mætum með höfuðið hátt og gerum eins vel og við getum,“ segir Gunnhildur og Berglind bætir við:Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu „Þó þær séu miklu stærri er hjartað í okkur risastórt þannig ég held að baráttan sé aðalatriðið og svo bara hafa sjálfstraustið í botni og kýla á þetta. Það er ekkert að hræðast. Þetta er bara skemmtilegt verkefni.“ Aðspurð um helstu eiginlega systur sinnar segir Gunnhildur: „Það er baráttan, “ en hvað segir Berglind um eldri systur sína? „Hún er svo rosalega snögg og fáránlega góð skytta. Svo er það baráttan. Hún kastar sér í alla bolta og þannig á þetta að vera.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira