Ferðakostnaður: Um gagnsæi og innihald Ögmundur Jónasson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun