Repúblikanar vilja stöðva flutninga flóttamanna til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 16:41 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Vísir/EPA Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira